Á Skagaströnd er hægt að velja úr fjölbreyttum gistimöguleikum.

Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Hólabraut.
Svæðið er í fallegu umhverfi og nýtur skjóls til norðurs og austurs af lágum klettahólum sem kallaðir eru Hólaberg. 

Salthús

Salthús Gistiheimili býður upp á fjórtán, vel útbúin herbergi. Hvert herbergi býður upp á baðherbergi með sturtu, salerni og vaski.

Stuðlaberg

Stuðlaberg á Skagaströnd er sumarhús staðsett við tjaldsvæðið og þar er bæði sjávar- og fjallasýn.

Snorraberg

Sumarhús Snorrabergs er staðsett rétt fyrir ofan Skagaströnd þar sem útsýni er úr húsinu yfir bæinn og út á Húnaflóa.

Skíðaskálinn

Skíðaskálinn á Skagaströnd er frábær fyrir litla og meðal stóra hópa sem vilja gistingu í faðmi Spákonufells.
Í skálanum er gistipláss fyrir 16 manns.
Skálinn er opinn allt árið um kring

Ocean Cape Cabins Iceland 

Laufás er staðsett á kyrrlátum stað við Spákonufellshöfða en þar hægt að leigja smáhús með fjallasýn.

Akur

Akur er lítið hús staðsett við rólega íbúagötu á Skagaströnd.