Spákonufell

Fjallið Spákonufell, 646 m, er svipmikið og áberandi frá bænum. Efst er klettabelti sem nefnist Spákonufellsborg eða Borgarhaus. Uppi er um fjögurra hektara mosavaxin slétta. Þar er varða og í henni kistill með gestabók.
Spákonufell er að mestu úr móbergi en Borgarhausinn er úr grágrýti.
Margir möguleikar eru til að ganga á Spákonufell en hér má sjá bækling með gönguleiðum : https://www.skagastrond.is/static/files/gamli/utivist_skagastrond.pdf


Spákonufellshöfði

Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður.

https://www.skagastrond.is/static/files/gamli/utivist_skagastrond.pdf


Fuglaskoðunarhúsið Kristallinn

Kristallinnn er fuglaskoðunarhús staðsett á Spákonufellshöfða, hannað af Auði Hreiðarsdóttur arkitekt. 
Fuglaskoðunarhúsið er liður í uppbyggingu á Spákonufellshöfða og er þar einnig að finna skemmtilegar gönguleiðir.

https://www.skagastrond.is/static/files/gamli/utivist_skagastrond.pdf


Kayakar.is

Hægt er að leigja kayak og sigla meðfram ströndinni og út á Húnaflóann, einnig er vinsælt að róa út í Árbakkastein.

Sundlaug Skagastrandar

Sundlaugin á Skagaströnd er vestast í bænum, örskammt frá Spákonufellshöfða. Laugin er útilaug, lítil og notaleg.
Landsfræg er orðin sú hefð að gestum í heita pottinum er færður kaffisopi.

Spákonuhof

Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spá aðferðir er að finna á sýningunni. Lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.

Árnes

Húsið er elsta hús á Skagaströnd og var byggt árið 1899 af Fritz H. Berndsen kaupmanni sem starfaði á Skagaströnd og átti þar verslun.

Árnes er lifandi dæmi um aðstöðu og lifnaðarhætti á fyrri hluta 20. aldar. Húsið er dæmigert timburhús frá þessum tíma og hið eina þessarar gerðar sem mögulegt var að varðveita á staðnum.

Háagerðisvöllur

Háagerðisvöllur á Skagaströnd er ákaflega fallegur 9 holu völlur. Klettahæðir og mishæðótt landslag frá náttúrunnar hendi gera brautirnar krefjandi og fjölbreyttar. Heillandi er að njóta leiksins á skemmtilegum golfvelli þar sem útsýnið og frábært umhverfi býður hvern og einn velkominn.

Frisbígolf – Hólabergsvöllur

Búið er að setja 9 brauta völl, Hólabergsvöll.
Frábært útivistar tækifæri með fjölskyldu og vinum á öllum aldri. 

Sandlækur

Svæðið er vinsælt meðal heimamanna fyrir sjósund og kayakróður.
Á ströndinni er magnað útsýni út á flóann og norður á Strandir.

Kálfshamarsvík

Kálfshamarsvík er lítil vík á norðanverðum Skaga. Þar eru sjávarhamrar úr fallega formuðu stuðlabergi er myndaðist fyrir u.þ.b. tveimur milljónum ára, sérkennileg náttúrusmíð.

Árbakkafjara

Árbakka fjara er skemmtilegur göngutúr sem flestir allir geta tekið þátt í.
Fjaran skiptist í sand og grjót fjöru með fjölbreyttu fuglalífi